Skemmtileg áskorun – RUSLADAGARNIR MIKLU

Skemmtileg áskorun – RUSLADAGARNIR MIKLU

Næstu daga eru íbúar hvattir til að gera hreint og snyrtilegt, tína upp rusl og fegra umhverfið. Dalvíkurbyggð vill styðja við frumkvæði áhugasamra íbúa í þessum efnum og því verður opnunartími gámasvæðisins lengdur laugardaginn 4. júní. Hægt verður að koma með rusl á gámasvæðið milli 11:00 – 16:00 þann dag.

Undanfarna daga hefur Skíðafélagið hreinsað rusl meðfram þjóðvegum í Svarfaðar- og Skíðadal, nemendur Dalvíkurskóla tíndu upp rusl á Dalvík og íbúar Árskógssands eru núna með sína árlegu vorhreinsun.

Hreinsum, fjarlægjum, snyrtum, fegrum og bætum. Margar hendur vinna létt verk.

Helga Íris Ingólfsdóttir, Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar