Skemmdaverk á Krílakotslóðinni.

Skemmdaverk á Krílakotslóðinni.

Þessa dagana er verð að leggja loka hönd á að klára garðinn okkar í Krílakoti. Verið er að setja á svo kallað tartar í kringum bátinn og inn á leiksvæði Skýjaborgar. Svæðið er læst og merkingar að ekki megi fara inn á svæðið. Í gærkvöldi hafa einstaklingar farið hér inn á og skemmt alla þá vinnu sem búið var að gera í gær. Viljum við því biðla til ykkar að ræða við börnin ykkar um að fara ekki inn á svæði Krílakots fyrr en um helgina.

Einnig ef einhverjir hafi orðið varir við einstaklinga inn á svæðinu í gærkvöldi að hafa samband við Ágústu Kristínu Bjarnadóttur leikskólastjóra í síma 460-4950.