Skáldalækur ytri - frístundabyggð

Skáldalækur ytri - frístundabyggð

Skáldalækur ytri - frístundabyggð
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 21.ágúst sl. að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Skáldalækjar skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðisins til suðurs fyrir þrjár nýjar frístundalóðir. Sjá hér.

Þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert athugasemdir. Skipulagsuppdrátt ásamt greinargerð má nálgast í Ráðhúsi Dalvíkur frá 3.október til 23.nóvember 2025. Tillagan mun einnig verða aðgengileg á sama tíma á heimasíðu Dalvíkurbyggðar: www.dalvikurbyggd.is og á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is

Athugasemdum þar sem nafn, heimilisfang og kennitala sendanda kemur fram má skila á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 23.nóvember 2025.

 

Skipulagsfulltrúi