Sjötta ganga Gönguviku Dalvíkurbyggðar, Hvarfshnjúkur

Sjötta ganga Gönguviku Dalvíkurbyggðar, Hvarfshnjúkur

Í gær var farin sjötta ganga gönguviku Dalvíkurbyggðar. Gengið var frá Hofsá í Svarfaðardal upp með gilinu að Goðafoss (Hofsárfoss) þaðan upp að Skriðukotsvatni og upp með öxlinni uppá Hvarfshnjúk. 10 hófu göngu í mjög góðu veðri, mæðgur frá Hofsá komu með hópnum upp að Skriðukotsvatni. Gangan frá Hofsá upp með gilinu og öxlinni er frekar létt og hækkun er jöfn og þétt alla leið uppá Hvarfshnjúkinn þar sem útsýni er um alla sveit og til Grímseyjar í góðu skyggni. Mjög gott veður var uppá hnjúknum og alveg logn. Ferðin uppá hnjúkinn tók fjóra og hálfan tíma. Uppi var borðað nesti og slappað af áður en hlaupið var niður í Hofsárdal í snjónum. Niður Hofsárdal er þægilegt að fara og kindaslóð nær alla leið niður að Hofi. Ferðin í gær tók í það heila átta klukkustundir sem var það sem áætlað var 

Í kvöld er förinni heitið frá Hálsi klukkan 19:00 uppí Garnir og þaðan uppá Sólarfjall. Þar verður horft á sólina setjast áður en haldið er niður.

Fleiri myndir úr þessari ferð og öðrum eru hér