Sjómannadagshátíð í Dalvíkurbyggð

Að þessu sinni verður ýmislegt um að vera sjómannadagshelgina, á Árskógsströnd á laugardaginn 5. júní og á Dalvík á sjómannadaginn sjálfan, 6. júní. Það ætti því ekki að þurfa að skarast að mæta á alla liði hátíðanna báða dagana!

Hátíðarhöld á Árskógsströnd, laugardaginn 5.júní 2010

Kl. 10:00 Sigling. Lagt af stað frá bryggju á Árskógssandi. Lengd um 1 og ½ tími. Allir velkomnir.
Kl. 11:00 Opið og eftirfarandi dagskrá við Kaffi-Krúsir á Árskógssandi.
Sjómannadagshlaup. Skráning kl. 11:30. Keppt verður í þremur flokkum barna og unglinga og eru mismunandi vegalengdir eftir aldursflokkum. Hlaupið hefst kringum kl. 12. Allir þátttakendur fá viðurkenningu.
Fiskisúpa, nýbakað brauð og kaffi, 1000 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir börn.
Leikir og leiktæki fyrir krakkana, allir fá ís.

Slysavarnadeild kvenna Dalvík, Byggðasafnið Hvoll og Dalvíkurkirkja standa að hátíðardagskrá á Dalvík sunnudaginn 6. júní – á sjómannadaginn sjálfan.

Byggðasafnið verður opið frá kl 11.00 – 18.00. Samkór Svarfdæla mun ylja okkur með sumar- og sjómannalögum  kl 12.30. Frítt inn, allir velkomnir.
Sjómannamessa í Dalvíkurkirkju kl 13:00. Séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur messar. Blómsveigur lagður að minnisvarða um drukknaða sjómenn. Hið rómaða kaffihlaðborð Slysavarnadeildar kvenna á Dalvík í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju frá klukkan 14:00 – 17:00.

Verðskrá kaffihlaðborðs:
• 1500 krónur fyrir 13 ára og eldri
• 700 krónur fyrir 6-12 ára
• Frítt fyrir 5 ára og yngri

Ævintýraland í kirkjubrekkunni fyrir börn og unglinga
Boðið verður upp á ókeypis skemmtun í kirkjubrekkunni frá klukkan 14:30: 
Risarennibraut/Hoppukastali - Brjálað stuð !
Vatnsrennibrautin sem sló í gegn í fyrra hjá Björgunarsveitinni !

Allir íbúar Dalvíkurbyggðar eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum á Dalvík og á Árskógsströnd.