Sigurður Ingvi íslandsmeistari unglinga í höggleik í sínum aldursflokki

Íslandsmóti unglinga í höggleik sem fram fór um helgina á Hvaleyrarvelli GK var að ljúka. Frábær tilþrif sáust í öllum flokkum og er óhætt að segja að framtíðin sé björt í íslensku golfi. Dalvíkingurinn Sigurður Ingvi Rögnvaldsson tók þátt í mótinu og sigraði með miklum yfirburðum í sínum aldursflokki, 15-16 ára með alls 12 högga forystu. Árangur hans á mótinu er sá besti frá upphafi en auk þess að sigra sinn aldursflokk var hann hann með besta skor allra á mótinu en mótið er fyrir 13-18 ára. Systir hans, Þórdís Rögnvaldsdóttir tók einnig þátt í mótinu og keppti í aldursflokknum 13-14 ára og náði glæsilegum árangri og hafnaði í þriðja sæti.

Nánari upplýsingar og myndir á www.golf.is