Siglingaklúbburinn Nökkvi

Siglingaklúbburinn Nökkvi á Akureyri er mættur til Dalvíkur með siglinganámskeið sem hófst á  mánudag. Nokkrir krakkar hafa þegar farið sínar fyrstu ferðir á seglbátum en 2 vaskir ungir siglarar frá Nökkva, þeir Ágúst og Björn Heiðar hafa verið að kenna krökkunum réttu handtökin. 

Björgunarsveitin á Dalvík er með menn og bát til aðstoðar enda aldrei af varlega farið. Áhugi er fyrir því að hér á Dalvík verði komið upp smá vísi af siglingaklúbb enda aðstæður mjög góðar á Dalvík eins og annarstaðar við fjörðin og eru siglingar ágætis íþrótt fyrir all marga sem ekki finna sig í hópíþróttum eins og td. boltanum.

Allar frekari uplýsingar varðandi námskeiðin gefur Rúnar í síma 864-5799.