Síðasti bæjarstjórnarfundur kjörtímabilsins

Síðasti bæjarstjórnarfundur kjörtímabilsins

Hinn 18. maí var haldinn síðasti bæjarstjórnarfundur kjörtímabilsins 2006 – 2010. Fundinn sátu bæjarfulltrúarnir Bjarnveig Ingvadóttir, Guðmundur St. Jónasson, Hilmar Guðmundsson, Jónas M Pétursson, Marinó Þorsteinsson, Jóhann Ólafsson og Svanfríður Jónasdóttir. Þær breytingar urðu á tímabilinu að Anna Sigríður Hjaltadóttir og Arngrímur V Baldursson fluttu og varamenn þeirra tóku við.
Bæjarstjórnin var starfsöm á sínum síðasta fundi og staðfesti ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2009, samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð, Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð, samning um vatnssölu við Soffías ehf., samþykkt um Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar, samning við Ungmennafélag Svarfdæla um umhirðu íþróttavalla, kjörskrá vegna komandi sveitarstjórnarkosninga og ýmislegt fleira.