Siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð

Þann 25. júní síðastliðinn voru staðfestar af Innanríkisráðuneytinu Siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð en áður höfðu þær verið staðfestar í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar.

Markmið þessara reglna er að skilgreina það hátterni og viðmót sem kjörnum fulltrúum ber að sýna við störf sín á vegum Dalvíkurbyggðar. Með kjörnum fulltrúum er átt við bæjarfulltrúa og aðra þá sem kjörnir eru til setu í nefndum og ráðum hjá Dalvíkurbyggð.

Reglurnar í heild sinni má finna á heimasíðu Dalvíkurbyggðar en einnig má finna hér Siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð.