Seeds-hópurinn tekur til hendinni

Seeds-hópurinn tekur til hendinni

Allt er á fullu þessa dagana á Húsabakka við að innrétta hótelherbergi á syðri vist, koma upp kojum á jarðhæð gamla skóla, stíga-og eldstæðisgerð í lundinum ofl. ofl. Fyrir þessu stendur Húsabakki ehf.  þaf sem Kolbrún Reynisdóttir stjórnar framkvæmdum. Framkvæmdum á að vera að mestu lokið um mánaðamót maí-júní þegar sumarvertíðin hefst á Húsabakka. Að undanförnu hefur hópur sjálfboðaliða frá SEEDS dvalið á Húsabakka við ýmis störf. Í gærkveldi hélt hópurinn heimamönnum veislu þar sem bornar voru fram kræsingar frá heimalandi hvers um sig en heimamenn lögðu sitt hvað þjóðlegt á borð á móti. Var það hin besta veisla að allra dómi.