Samvinna og samstarf fyrirtækja – fyrirtækjaþing 5. nóvember

Fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs Dalvíkurbyggðar verður haldið fimmtudaginn 5. nóvember næstkomandi í Bergi menningarhúsi og hefst þingið kl. 13:00.


Umfjöllunarefnið að þessu sinni verður samvinna og samstarf fyrirtækja en Hannes Ottósson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, mun leiða þingið. Auk þess að fjalla almennt um samvinnu og samstarf fyrirtækja mun Hannes leiða verkefnavinnu sem tengist viðfangsefninu.

Nánari dagskrá verður kynnt síðar en atvinnumála- og kynningarráð hvetur alla áhugasama til að taka daginn frá.