Samþykkt byggðaráðs vegna lengingar viðlegubryggju og landfyllingar L4

Samþykkt byggðaráðs vegna lengingar viðlegubryggju og landfyllingar L4

Byggðaráði Dalvíkurbyggðar, í umboði sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar, samþykkti á 829. fundi sínum miðvikudaginn 9. ágúst 2017 eftirfarandi: 

Byggðaráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum eftirfarandi bókun vegna lengingar viðlegubryggju:

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Dalvíkurbyggð farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um viðlegubryggju, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða Dalvíkurbyggðar er að Austurgarður (lenging viðlegubryggju) sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 06.09.2017.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum eftirfarandi bókun vegna landfyllingar L4:

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Dalvíkurbyggð farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða Dalvíkurbyggðar er að Landfylling á svæði L4 sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 06.09.2017.