Samræmdu prófunum fagnað með óvissuferð

Samræmdu prófunum fagnað með óvissuferð

Eftir að samræmdu prófunum lauk nú á dögunum slettu 10. bekkingar ærlega úr klaufunum í bráðskemmtilegri óvissuferð sem endaði með hátíðarkvöldverði inní Sveinbjarnargerði. Í óvissuferðinni þurfti að taka þátt í ýmsum keppnum og var nemendunum skipt upp í lið þar sem hver hafði sitt hlutverk hvort sem það var forstjóri, sálfræðingur, búningahönnuður og þar fram eftir götunum. Hópurinn safnaðist saman hérna fyrir utan Ráðhúsið og tók þátt í ýmsum keppnum hérna á Ráðhúslóðinni. Af því tilefni smelltum við þessar skemmtilegu hópmynd af krökkunum.