Samningur vegna tjaldsvæðisgæslu fyrir Fiskidagsvikuna

Samningur vegna tjaldsvæðisgæslu fyrir Fiskidagsvikuna

Fimmtudaginn 28. júní undirrituðu Dalvíkurbyggð og Dalvík/Reynir samning vegna gæslu og innheimtu fyrir tjaldsvæði á Fiskidaginn mikla. Sveitarfélagið og Dalvík/Reynir mun skipta með sér tekjum og hefst gæsla og innheimta þriðjudaginn 7. ágúst og mun standa fram á sunnudaginn 12. ágúst. Meðfylgjandi mynd er tekin við undirritun á myndinni eru Garðar formaður Dalvík/Reynis, Svanfríður bæjarstjóri, Júlli framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla og Hildur Ösp sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.