Samningur um uppbyggingu íþróttasvæðis á Dalvík undirritaður

Samningur um uppbyggingu íþróttasvæðis á Dalvík undirritaður

Í dag samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samning um uppbyggingu íþróttasvæðis á Dalvík en samningurinn þess efnis var undirritaður í gær, mánudaginn 14. maí. Undir samninginn rita sveitarstjóri fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og formaður UMFS.

Um nokkurra ára skeið hefur verið unnið að gerð deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið á Dalvík. Tillaga þess efnis hefur verið samþykkt og staðfest í sveitarstjórn í dag, þriðjudaginn 15. maí.  Í þeirri tillögu er gert ráð fyrir uppbyggingu á upphituðum gervigrasvelli á íþróttasvæðinu.

Dalvíkurbyggð og UMFS hafa skipað sameiginlega nefnd sem verður ráðgefandi og eftirlitsaðili með framkvæmdinni. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við völlinn hefjist á haustmánuðum 2018.