Samningur um skólamat undirritaður

Samningur um skólamat undirritaður
Í morgun skrifuðu Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar og Gústaf Adolf Þórarinsson matreiðslumaður undir samning um skólamáltíðir grunnskóla og leikskóla. Skólamáltíðir voru boðnar út eftir að samningur við Sláturfélag Suðurland var ekki endurnýjaður. Fimm tilboð bárust í skólamáltíðir og var Gústaf Adolf með lægsta tilboð. Gústaf Adolf sagði að framkvæmdir væru hafnar í gamla bakaríshúsinu að Hafnarbraut 5 og að þar verði sett upp fullkomið eldhús. Eldhúsið verður á neðri hæð hússins að sunnan.