Samherji býður í heimsókn

Samherji býður í heimsókn

Samherji tók í notkun eitt fullkomnasta hátæknivinnsluhús heimsins í vinnslu bolfisks, við Sjávarbraut á Dalvík, í ágúst árið 2020 en vegna Covid faraldursins hafði ekki gefist tækifæri til að bjóða fólki í heimsókn til að líta húsið augum.

Samherji opnar nýja vinnsluhúsið almenningi nk. fimmtudag, sumardaginn fyrsta, undir yfirskriftinni "Gjörið svo vel, gangið í bæinn!"
Opið verður á milli kl. 09.00-13.00 og verður full vinnsla í gangi í húsinu.

Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að sjá húsið, aðbúnað starfsfólksins og fullkomnar tæknilausnir sem byggja á nýsköpun og frumkvöðlastarfi.