Samfés stígur stórt skref fyrir lýðræði ungmenna

Samfés stígur stórt skref fyrir lýðræði ungmenna

Á aðalfundi Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi (Samfés) sl. föstudag var kosin ný stjórn. Var kosningin söguleg fyrir þær sakir að í fyrsta skipti tók fulltrúi ungmenna sæti í stjórninni, sem er mjög mikilvægt framfaraskref á átt að auknu ungmennarlýðræði, en á fundinum var samþykkt sú tillaga að meðlimir ungmennaráðs Samfés ættu þess kost að bjóða sig fram til stjórnarsetu samtakanna. Ekki stóð á ungmennunum sjálfum sem buðu strax fram krafta sína.


Var það ungmennaráðsmeðlimurinn Sunneva Halldórsdóttir frá Dalvík sem hlaut einróma kosingu sem fyrsti varamaður í stjórn. Sunneva hefur undanfarið ár setið í ungmennaráði Samfés sem er skipað ungmennum frá öllum landshlutum. Óskum við Sunnevu hartanlega til hamingju og ekki síður Samfés fyrir þannan merka áfanga.


Hér má sjá viðtal sem Frítíminn tók við Sunnevu á föstudaginn:
http://www.fritiminn.is/sunneva-ur-ungmennaradi-samfes-tekur-saeti-i-stjorn/ 

Heimild: www.samfes.is  og www.fritiminn.is  
Mynd fengin af www.samfes.is