Sameiginlegt afmæli janúarbarna

Sameiginlegt afmæli janúarbarna

Í dag héldum við uppá afmæli allra janúarafmælisbarnanna okkar. Þau eru 5 talsins, Unnur Elsa og Bergvin Daði eru 6 ára í mánuðinum en Natalia, Rakel Sara og Unnur Marý eru 5 ára í mánuðinum. Þau buðu börnunum upp á ávaxtaspjót í dag og við sungum fyrir þau afmælissöng. Við óskum þessum flottu börnum til hamingju með áfangann.