Rúna Kristín Sigurðardóttir ráðin sem launafulltrúi

Rúna Kristín Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf launafulltrúa hjá Dalvíkurbyggð en þann 2. nóvember síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um starfið. Alls bárust 11 umsóknir.

Rúna Kristín lauk B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2006 og lauk M.Sc. í alþjóðaviðskiptum frá Álaborgarháskóla í Danmörku árið 2009.  Hún starfar í dag sem sölustjóri hjá Primex ehf. og sér þar meðal annars um sölu, kynningar og ráðgjöf á vörum fyrirtækisins.

Rúna Kristín mun hefja störf um áramótin en mun koma að vinnu við launakeyrslur fram að því ásamt núverandi launafulltrúa.

Við bjóðum Rúnu Kristínu velkomna til starfa.