Rotþróahreinsun sumarið 2011

Í lok næstu viku er von á Holræsabíl frá Hreinsitækni ehf. til að tæma rotþrær í sveitarfélaginu. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að koma á svæðisbundinni tæmingu þannig að allar rotþrær séu tæmdar á þriggja ára fresti. Í ár er ætlunin að hreinsa rotþrær sem eru á bæjunum norðan við Dalvík, eftir austurkjálka Svarfaðardals og í Skíðadal. Innan þessa svæðis eru sumarhúsahverfin á Hamri og í Hvarfinu. Ef einhver sem ekki er á þessu svæði er með rotþró sem þarfnast tæmingar þá er viðkomandi beðinn um að láta vita á bæjarskrifstofu sem fyrst.