Réttir og göngur haustið 2011


Landbúnaðarráð mun á fundi sínum 4. maí n.k. gera tillögðu til bæjarstjórnar að réttardögum í fjallskiladeildum sveitarfélagsins nú í haust. Vegna væntanlegra breytinga á greiðslufyrirkomulagi afurðastöðva til sauðfjárbænda nú í haust og það að óskir hafa borist um að fyrstu göngur verði ekki fyrr en í 21. viku sumars, sem er helgin 9.-11. september fyrir Dalvíkur- og Svarfaðardalsdeild og viku síðar í Árskógsdeild.

Líklegt er að þessar dagsetningar verði sú tillaga sem samþykkt verði og er aðilum hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri fyrir 2. maí n.k. til formanns landbúnaðarráðs Jóns Þórarinssonar á netfangið irk@mi.is  eða Þorsteins Björnssonar, bæjartæknifræðings á netfangið steini@dalvikurbyggd.is