Rakel Bára 4 ára

Rakel Bára 4 ára

Þann 21. ágúst varð Rakel Bára 4 ára. Af því tilefni bjó hún til glæsilega Barbie-kórónu sem hún bar á afmælisdaginn. Hún flaggaði íslenska fánanum og bauð upp á ávexti í ávaxtastundinni ásamt Breka Hrafni sem einnig átti afmæli þennan dag og svo var afmælissöngurinn sunginn fyrir hana. Víð óskum Rakel Báru og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn.