Ræsting á leikskólum

Ræsting á leikskólum

Í dag var skrifað undir samning við Þrif og Ræstivörur um ræstingu Krílakots og Leikbæjar. Um er að ræða þriggja ára samning sem er gerður í kjölfar útboðs sem boðað var í upphafi árs. Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri skrifaði undir fyrir hönd Dalvíkurbyggðar en Sveinn Rúnar Pálsson fyrir hönd Þrif og Ræstivara. Hildur Ösp Gylfadóttir sviðstjóri fræðslu og menningarsviðs, Halla Steingrímsdóttir skólastjóri Krílakots og Axel Vatnsdal frá Þrif og Ræstivörum sáu um að allt færi samkvæmt áætlun.