Ráðning skólastjóra í nýjum skóla í Árskógi

Þann 11.desember síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra við nýjan skóla í Árskógi en það voru Capacent Ráðningar sem sáu um ráðningarferlið. Alls bárust þrjár umsóknir um stöðuna en tvær þeirra voru síðan dregnar til baka. 

Fræðsluráð hefur lagt til að Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson verði ráðinn í stöðu skólastjóra nýs skóla í Árskógi. Gunnþór er grunnskólakennari að mennt og er að ljúka meistaraprófi í kennslufræðum með áherslu á skólastjórun.  Reiknað er með að Gunnþór hefji störf að hluta í febrúar.