Ráðning deildastjóra við Grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Þann 13. maí síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um auglýsta stöðu deildarstjóra við Grunnskóla Dalvíkurbyggðar. Alls bárust þrjár umsóknir frá eftirfarandi aðilum:

Eyrún Skúladóttir í framhaldsnámi út í Kanada.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson grunnskólakennari í Naustaskóla Akureyri.
Katrín Fjóla Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Glerárskóla.

Áður en ákvörðun um stöðu deildastjóra var tekin dró Eyrún sína umsókn til baka.
Ákveðið hefur verið að ráða Katrínu Fjólu Guðmundsdóttur í stöðu deildastjóra við Grunnskóla Dalvíkurbyggðar. Bjóðum við hana velkomna til starfa hjá Dalvíkurbyggð en hún kemur til starfa í ágúst.