Pleizið komið í úrslit söngvakeppni Samfés

Pleizið komið í úrslit söngvakeppni Samfés

Föstudaginn 25. janúar fór fram söngkeppni í Pleizinu, félagsmiðstöð unglinga í Víkurröst. Alls voru 8 atriði sem kepptu um að komast áfram í undankeppni Söngkeppni Samfés sem fór fram á Húsavík sl. helgi. Gyða Jóhannesdóttir varð í 3. sæti, Svavar Magnússon í 2. sæti en sigurvegari varð Melkorka Guðmundsdóttir. Hún söng við undirleik Arons Óskarssonar lagið Songbird sem Cristine McVie gerði svo vinsælt með Fleetwood Mac á árum áður. Það er þó þekktara í síðari tíð í flutningi söngkonunnar Eva Cassidy. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Pleizið og skemmtu sér konunglega og voru viðstaddir sammála um að keppnin hefði tekist frábærlega.

Melkorka og Aron gerðu svo góða ferð til Húsavíkur um síðustu helgi þar sem þau komu fram fyrir tæplega 600 áhorfendum úr félagsmiðstöðvum á Norðurlandi, frá Hvammstanga í vestri að Raufarhöfn í austri. Melkorka og Aron komust ásamt fjórum öðrum atriðum í lokakeppnina í Reykjavík 8. mars nk. og keppa þar fyrir hönd ungmenna í Dalvíkurbyggð.