Páskar í sundi og á safni

Byggðasafnið Hvoll og Sundlaug Dalvíkur verða með opið um páskana. Upplagt er fyrir fjölskyldur að gera sér glaðan dag og eiga gæðastund á safninu innan um fjölmarga skemmtilega muni frá fyrri tíð og bregða sér svo í sundlaugina á eftir en ýmsar uppákomur verða í sundlauginni, m.a. andlitsmálning, lukkumiðar og neðansjávartónlist.

Sundlaugin verður opin á Skírdag, Föstudaginn langa og á laugardag frá 10:00-19:00, Páskadag og annan í páskum verður opið frá 10:00-16:00. Byggðasafnið Hvoll verður opið á Föstudaginn langa, laugardaginn og á Páskadag frá 14:00-17:00.

Gleðilega páska