Páskar í Dalvíkurbyggð

Páskar í Dalvíkurbyggð

Tröllaskaginn er gullkista fyrir göngu- og vélsleðafólk. Úr miklu úrvali leiða er að velja og má nálgast gönguleiðakort í Sundlaug Dalvíkur. Fyrir vélsleðana er leiðin yfir Reykjaheiði og niður á Lágheiði frábær en einnig leiðin yfir Heljardalsheiði frá Svarfaðardal yfir í Skagafjörð. Ef fólk vill jökla þá er ferð á Tungnahryggsjökul snilld, en þá er farið úr Skíðadal. Einnig er falin paradís í Þorvaldsdal á Árskógsströnd. Viltu þræða tinda? Hér eru nokkrir góðir, Böggvisstaðafjall, Upsafjall, Karlsárfjall, Rimar og Kötlufjall. Það er því um að gera að nýta sér fyrirtaks aðstæður og njóta útiveru með fjölskyldu og vinum yfir páskahátíðina í Dalvíkurbyggð. Skoðið útsýnið úr vefmyndavélinni sem staðsett er á þaki ráðhússins. Frítt er í sund fyrir 16 ára og yngri í Sundlaug Dalvíkur og ísbjörninn er aðdráttarafl fyrir ung börn og eldri í Byggðasafninu Hvoli.

Skíðasvæðiísbjörn