Öskudags - TENGJA

Öskudags - Tengja

Húsabakka 7. febrúar 2004

   Veðurspá:

Spáð eru einhverju frosti, vestlægum vindi og éljum svo það er eins gott að vera nokkuð vel búinn.

 

Dagskrá öskudagsins í Húsabakkaskóla:

9: 30 Skólabíllinn sækir nemendur

10:00 Bílarnir stoppa við Víkurröst og þangað mæta Dalvíkurkrakkarnir

Krakkarnir hafa myndað hópa og fara nemendur 5. - 8. bekkjar um á eigin vegum. Kennarar munu fylgja  1. - 4. bekk og leikskólakrökkunum. Með kennurunum eru auðvitað velkomnir eldri nemendur sem það  velja.

Við göngum um bæinn og syngjum

kl:12:00 heim að Húsabakka, (annað hvort frá Olís eða Ráðhúsi, fer eftir vindátt, hvoru megin í bænum við byrjum og endum; miðað við spá þá lítur allt út fyrir að við göngum undan norðanáttinni og endum á Olís)

Hádegismatur og róleg stund með umsjónarkennara.

Leikskólinn verður opinn frá 9:30 og þar til foreldrar taka við deginum kl. 13:30; leikskólabörnin borða hádegismat í skólanum og eiga svo rólega stund með leikskólakennara sínum til kl. 13:30.

Kl. 13:30 taka foreldrar við deginum og eru með dagskrá að Rimum

Sú dagskrá stendur í um  2 klst. og fara börnin heim með foreldrum sínum. Þeir foreldrar sem ekki sjá sér fært að mæta eru beðnir að gera ráðstafanir hvað varðar heimferð barna sinna.

Snú - tilkynning frá stjórn foreldrafélagsins:

Frá stjórn Foreldrafélagsins:

 

Ø     Foreldrar eru beðnir að mæta með brauð og kökur og leggja með sér á kaffiborðið.

Ø     Gaman væri ef menn sæju sér fært að mæta í búningi, það skapar rétta andrúmsloftið.

Ø     Verum dugleg að mæta og taka þátt í að láta allar væntingar barnanna til dagsins rætast.

Með öskudagskveðju