Óskað eftir umsóknum í Vaxtarsamning Eyjafjarðar

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar er samningur milli iðnaðarráðuneytisins og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Núgildandi samningur var undirritaður í lok febrúar 2012 og gildir fyrir árin 2012 og 2013.

Meginmarkmið samningsins er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Áhersla skal vera á stærri og veigameiri samvinnuverkefni sem hafa það markmið að efla nýsköpun og þróun í atvinnulífi svæðisins.

Ekki eru skilgreindir ákveðnir umsóknarfrestir og því tekið við umsóknum hvenær sem er ársins. Umsóknir eru teknar fyrir eigi sjaldnar en á tveggja mánaða fresti og oftar ef þurfa þykir.

Umsóknir verða næst afgreiddar á fundi 14. júní. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. júní til að verða afgreiddar á þeim fundi. Umsóknum skal skila með tölvupósti á netfangið elin@afe.is .

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel þær áherslur og skilyrði sem í samningum felast, reglur um styrkhæfan kostnað, sem og verlagsreglur stjórnar. Öll viðeigandi gögn má nálgast á heimasíðu Atvinnuþróunarfélagsins www.afe.is

Allar frekari upplýsingar veitir Elín Aradóttir verkefnisstjóri í síma 460 5701 (elin@afe.is ).