Ör-ráðstefna Dalvíkurbyggðar og SSNE - Fjarfundur

Ör-ráðstefna Dalvíkurbyggðar og SSNE - Fjarfundur
Dalvíkurbyggð ásamt Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) býður upp á ör-ráðstefnu í 2. sinn.
Ráðstefnan fer fram í fjarfundi þriðjudaginn 23. mars nk. á facebook-síðu Dalvíkurbyggðar eða á tenglinum: us02web.zoom.us
Að þessu sinni ber ör-ráðstefnan heitið "Er Dalvíkurbyggð að leita að þér" og hefst hún kl. 16:30.

Er atvinnutækifæri fyrir þig í Dalvíkurbyggð?
Hvað er að mati íbúa við Eyjafjörð það besta við búsetu þeirra?
Er Dalvíkurbyggð að leita að þér?

Dagskrá fundarins:
Ávarp
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar
 
Það er fleira en friðsæld í Dalvíkurbyggð
Vífill Karlsson, hagfræðingur kynnir niðurstöður íbúakönnunar
 
Að heiman og aftur heim
Björk Hólm Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og annar eiganda Runia ehf.
 
Er Dalvíkurbyggð að leita að þér?
Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar
 
Hvað get ég gert?
Freyr Antonsson, viðskiptafræðingur og eigandi Artic Sea Tours
 
Almennar umræður og spurningar úr "sal"
 
18:00 - Málþingi lýkur