Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Menningar- og viðurkenningar sjóð Dalvíkurbyggðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Menningar- og viðurkenningar sjóð Dalvíkurbyggðar

Menningarráð Dalvíkurbyggðar auglýsir opið fyrir umsóknir um styrki í Menningar-og viðurkenningarsjóð
sveitarfélagsins vegna ársins 2024. Umsóknir þurfa að
berast til og með 25.febrúar nk. Sótt er um á þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. Við úthlutun er m.a. tekið mið af menningarstefnu sveitarfélagsins. Slóðir fyrir Menningarstefnuna og reglur sjóðsins er hægt að finna hér.
Styrkþegar ársins 2023 eru minntir á að skila til sveitarfélagsins stuttri greinargerð um nýtingu styrksins, að öðrum kosti hafa þeir fyrirgert rétti sínum til nýrrar úthlutunar.
Verkefnin sem sótt er um styrki til skal ljúka eigi síðar en 31. desember 2024.

Nánari upplýsingar um sjóðinn veitir Sviðsstjóri fræðslu – og menningarsviðs Gísli Bjarnson s. 4604900 gisli@dalvikurbyggd.is