OPINN DAGUR

OPINN DAGUR

     

Í dag var öllum foreldrum boðið að koma og vera stund með barninu sínu í leikskólanum. Búið var að hengja upp verk og skráningar af vetrarvinnu barnanna sem foreldrar gátu skoðað og um 11:00 leytið var lagt af stað í skrúðgöngu. Hver hópur var búinn að búa til sinn einkennisfána en svo bjó hvert barn til sinn eigin fána sem það bar í skrúðgöngunni. Þeir foreldrar sem komu með fengu það hlutverk að spila á trommur og hristur á leiðinni undir söng barnanna. Við stoppuðum hjá ráðhúsinu og sungum euróvisjónlagið hans Eyþórs Inga fyrir bæjarstjórann og aðra gangadi vegfarendur. Þá héldum við áfram í búðina þar sem lagið var aftur tekið fyrir viðskiptavini og starfsfólk þar. Var okkur alls staðar vel tekið. Við vorum líka svo heppin að hitta Sylvíu, mömmu hans Orra Sæs sem var með lítið, krúttlegt og nýfætt lamb í bala. Við fengum öll að skoða það, klappa og knúsa og sjá þegar það drakk mjólkina úr pelanum sínum sem Sylvía gaf því. Erfitt var fyrir suma að slíta sig frá lambinu en við þurftum að drífa okkur aftur í leikskólann til að borða hádegismatinn. Þar var öllum boðið upp á grillaðar pylsur í hádeginu, foreldrafélagið bauð foreldrum en leikskólinn sá um börnin. Við vorum heppin með veður, pínu kalt en nánast logn og það hvorki rigndi né snjóaði og þrátt fyrir snjóskafla og smá sand og drullu í garðinum áttum við yndislegan dag úti við. Eurovisjónlögin ómuðu í tækinu og allir í svo góðu skapi
Takk fyrir komuna kæru foreldrar, ömmur og afar, þið eruð frábær!
Myndirnar tala sínu máli en þær eru að finna á myndasíðunni!