Opið hús á Leikbæ

Þann 26 apríl nk. verður haldin vorsýning í leikskólanum Leikbæ. Húsið verður opið frá kl. 17:30 - 19:00. Klukkan 18:00 munu börnin syngja fyrir gesti. Í framhaldi af sýningunni verður foreldrafélagið með kaffisölu í matsal Árskógarskóla. Kaffið er selt á kr. 600,- fyrir fullorðna og kr. 300,- fyrir börn. Leikskólabörn fá frítt og eru allir velkomnir á sýninguna.