Ólöf María Einarsdóttir setti vallarmet á unglingalandsmóti

Ólöf María Ein­ars­dótt­ir, 15 ára kylf­ing­ur frá Dal­vík, gerði sér lítið fyr­ir og setti vall­ar­met á rauðum teig á Hlíðar­enda­velli á Sauðár­króki á Ung­linga­lands­móti UMFÍ sem þar fer fram um helg­ina. Ólöf María lék hring­inn á 71 höggi eða á einu pari und­ir pari vall­ar­ins. Ólöf María hef­ur þegar getið sér gott orð sem kylf­ing­ur og þykir mikið efni sem spenn­andi verður að fylgj­ast með í framtíðinni.

Þetta kemur fram á heimasíðu UMFÍ

„Ég er búin að æfa golf frá því að ég var fjög­urra ára göm­ul. Ástæðan fyr­ir því að ég byrjaði svo snemma var að stóri bróður minn og mamma kveiktu áhug­ann í mér og þau stunduðu golf af mikl­um krafti. Það var lít­ill golf­völl­ur við hliðanna á leik­skól­an­um mín­um og þar æfði ég mig öll­um stund­um.“

„Ég er að keppa mikið á mót­um í dag, mest fyr­ir sunn­an og eins á mót­um er­lend­is með ung­linga­landsliðinu. Ég sé framtíðina al­gjör­lega í golf­inu og ég stefni að því að bæta mig enn frek­ar. Ég er í golfi öll­um stund­um, þetta er bara svo ofsa­lega gam­an,“ sagði Ólöf María.

Ólöf María sagði að hún hefði tekið þátt í þrem­ur ung­linga­lands­mót­um. ,,Ung­linga­lands­mót­in er mjög skemmti­leg,“ sagði Ólöf María.