Öll börn hafa fengið inni á leikskólum Dalvíkurbyggðar

Á 126. fundi fræðsluráðs upplýsti kennsluráðgjafi að 1. ágúst 2008 hafa öll börn sem þess óska og hafa til þess aldur fengið pláss á leikskólum Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráðið fagnaði þessum tímamótum.