Óli Þór Jóhannsson ráðinn hafnavörður

Óli Þór Jóhannsson hefur verið ráðinn hafnavörður, en hann var einn af þremur umsækjendum um starfið. Reiknað er með að Óli Þór hefji störf við hafnir Dalvíkurbyggðar um miðjan september.

Í lok júlí var Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, sem gengt hefur starfi hafnavarðar, ráðinn yfirhafnavörður frá 1. september nk. en Eggert Bollason, sem lengi hefur verið yfirhafnavörður mun þá láta af störfum. Við það losnar starf Gunnþórs, sem nú hefur verið ráðið í.