Októbermót blakfélagsins Rima

Um komandi helgi, 17.-18. október, heldur blakfélagið Rimar sitt árlega Októbermót Rima en mótið hefur verið haldið frá árinu 2010. Mótið hefst á föstudeginum 17. október og lýkur laugardaginn 18. október. Þátttaka í mótinu hefur verið mjög góð síðustu ár og lið úr öllum áttum, Dalvík, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Hvammstanga og víðar taka þátt. Að þessu sinni senda Rimar þrjú kvennalið, tvö karlalið og svo verður eitt blandað lið (stelpur og strákar) frá Dalvíkurskóla skipað krökkum sem hafa sótt blaktíma hjá Helenu Frímanns íþróttakennara en þar er blak hluti af valgreinum á unglingastigi.

Skemmtilegt blakmót framundan og eru íbúar hvattir til að koma og hvetja sitt fólk.