Nýtt og spennandi fjarnám í ferðaþjónustu

Opni háskólinn býður upp á hagnýtt nám í ferðamálum og þjónustu. Námið er þriggja anna nám samhliða vinnu þar sem kennsla er í formi fjarnáms. Námið er metið til 36 ECTS eininga og möguleiki er fyrir nemendur að fá námið metið inn í áframhaldandi nám hjá viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Markmið námsins er að nemendur öðlist skýra og hagnýta sín á starfsemi í ferðaþjónustu með viðskiptalegan bakgrunn. Meðal efnistaka í náminu er ferðamálafræði helstu kenningar og hugtök, rekstarstjórnun í ferðaþjónustu, persónufærni og þjónustusamskipti, vöruþróun og nýsköpun, markaðssetning í ferðaþjónustu og  verkefna-og viðburðastjórnun. Nemendur öðlast hagnýta og fræðilega þekkingu sem og hæfni sem nýtist í fjölmörgum greinum ferðaþjónustunnar.

Námið hentar þeim sem starfa nú þegar við ferðaþjónustu, reka eigið fyrirtæki í ferðaþjónustu og eins þeim sem hafa áhuga á að starfa á vettvangi ferðamála.

Kennsla hefst í aprílbyrjun 2009 og lýkur í apríl 2010. Ekki er kennt yfir sumartímann. Námið samanstendur af sex námskeiðum sem kennd eru í lotum. Verð fyrir námið er 420.000.- og er umsóknarfrestur til 22. mars 2009.

 Nánari upplýsingar og skráning í diplómanámið er að finna hér: http://hr.is/?PageID=8119  eða á www.opnihaskolinn.is