Nýtt nafn og nýtt upphaf

Nýtt nafn og nýtt upphaf

 

Síðustu vikur hafa verið erilsamar í félagsmiðstöðinni okkar. Nemendaráð og vaskir sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum við framkvæmdir og standsetningu í nýja húsnæði okkar. Þau hafa staðið sig eins og hetjur og eiga mikið hrós skilið. Sérstaklega vil ég þakka Skúla Lórenz og Arnóri Rey fyrir frábæra hjálp og mikinn dugnað. Í gær opnuðum við nýja húsnæðið við hátíðlega athöfn í Víkurröst. Guðmundur forseti bæjarstjórnar vígði húsið og Júlía formaður nemendaráðs bauð alla velkomna. Fjölmargir foreldrar studdu við bakið á okkur og bökuðu kökur og voru kræsingarnar hinar glæsilegustu. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg með veitingarnar. Þetta var ómetanlegt! Nýja nafnið okkar var einnig kynnt en kosning hafi farið fram meðal nemenda Dalvíkurskóla. Nafnið sem varð fyrir valinu er: Félagsmiðstöðin Týr.

Til hamingju Dalvíkingar með nýtt húsnæði og nýja félagsmiðsstöð.

Með bestu kveðju.

Maggi verkefnastjóri í félagsmiðstöðinni Týr.