Nýtt fyrirtæki í Dalvíkurbyggð - CrossfitDalvík

F.v. Helgi, Magnús, Íris, Kristinn Ingi, Fjóla, Heiðrún, Lára Bettý, Sólveig og Skafti. Á myndina va…
F.v. Helgi, Magnús, Íris, Kristinn Ingi, Fjóla, Heiðrún, Lára Bettý, Sólveig og Skafti. Á myndina vantar Helgu Írisi, Snæþór, Anítu og Hilmi

Glæsileg aðstaða CrossfitDalvík var formlega opnuð í dag. Fjöldi fólks var mætt til að fagna þessum merka áfanga með þeim sem standa að baki stöðinni.
Það þarf drifkraft, kjark og þor til að einhenda sér í að stofna nýtt fyrirtæki og gera það vel. Að baki fyrirtækinu eru einstaklingar sem höfðu drauma um að setja af stað crossfit stöð á Dalvík og í dag má með sanni segja að þau séu að uppskera það sem þau hafa sáð.

Þeir sem eiga heiðurinn af CFDalvík eru:

Blágrýti ehf. (Helgi Einarsson, Helga Íris Ingólfsdóttir, Snæþór Arnþórsson og Aníta Guðbrandsdóttir) 
Fjóla Dögg Gunnarsdóttir og Magnús Hilmar Felixson
Íris Daníelsdóttir og Kristinn Ingi Valsson
Lára Bettý Harðardóttir og Skafti Brynjólfsson
Sólveig Anna Brynjudóttir og Hilmir Ólason
og Heiðrún Villa Ingudóttir

Dalvíkurbyggð óskar þessu flotta fyrirtæki velfarnaðar í rekstri. Megi það verða langlíft og auðga íþróttamenningu í heilsueflandi Dalvíkurbyggð.