Nýtt byggðasamlag um þjónustu við fatlað fólk á vestanverðu Norðurlandi

Nýtt byggðasamlag um þjónustu við fatlað fólk á vestanverðu Norðurlandi

Á stofnfundi nýs byggðarsamlags sem haldin var í dag 29.janúar 2014 á Sauðárkróki, undirrituðu fulltrúar níu sveitarfélaga samþykktir nýs byggðarsamlags sem fengið hefur nafnið Rætur bs. Tilgangur samlagsins er að fara með málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi. Aðildarsveitarfélög byggðasamlagsins eru; Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Verkefni byggðasamlagsins var áður rekið af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eða allt frá árinu 1999. Stofnun nýs byggðasamlags mun ekki hafa áhrif á framkvæmd þjónustu við fatlað fólk á starfssvæðinu en mun skerpa enn frekar á ábyrgð og samstarfi sveitarfélagana við veitingu þjónustu við fatlað fólk.


Í stjórn byggðasamlagsins sitja; Ágúst Þór Bragason Blönduósbæ, Ásta Björg Pálmadóttir Sveitarfélaginu Skagafirði, Ingvar Erlingsson Fjallabyggð, Skúli Þórðarson Húnaþingi vestra og Svanfríður Inga Jónasdóttir Dalvíkurbyggð.