Nýting villtra jurta til matar og lækninga

Námskeið um nýtingu villtra jurta til matar og lækninga verður haldið í Yogasetrinu á Húsabakka fimmtudaginn 7. maí kl. 20:00. Á námskeiðinu er fjallað um hvaða jurtir er hægt að nota í seyði og krydd og hvenær best er að safna, hvaða hluta jurtanna skal nýta og hvernig þurrka á og geyma.

Mikill og aukinn áhuga er nú á því að  nýta sér það sem náttúran hefur og núna er einmitt rétti tíminn til að kynna sér aðferðirnar því stutt er í fyrstu jurtirnar sem hægt er að safna.

Leiðbeinandi er Anna Dóra Hermannsdóttir sem fer reglulega í grasagöngur og safnar jurtum sér til heilsubótar. Hún hefur þegar haldið eitt námskeið í Laufási þar sem mætti fjöldi manns auk þess sem annað verður haldið á Akureyri í lok maí.

Námskeiðsgjald 2.000.-

Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 466 1519  eða 894 7788