Nýr skólastjóri Tónlistarskólans

Þann 17. júní síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra við Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar en Kaldo Kiis fyrrum skólastjóri Tónlistarskólans sagði starfi sínu lausu og er á förum til Noregs.Einn umsækjandi var um stöðuna og var ráðning hans staðfest á síðasta fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar.

Nýr skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar er Ármann Einarsson en hann kenndi við Tónlistarskólann og leik- og grunnskóla Dalvíkurbyggðar síðasta starfsár. Ármann hefur starfað sem tónlistar- og tónmenntakennari víða auk þess sem hann var skólastjóri Tónlistarskóla Fellahrepps í 13 ár og deildarstjóri við Tónlistarskólann á Akureyri árin 2007-2011.