Nýr meirihluti myndaður í Dalvíkurbyggð

Nýr meirihluti myndaður í Dalvíkurbyggð

B-listi Framsóknar og óháðra og D-listi Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra hafa myndað nýjan meirihluta í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar fyrir kjörtímabilið 2014-2018. Samanlagt hafa þessir listar 5 af 7 fulltrúum í sveitarstjórn og að baki sér 69,5% atkvæða eftir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí sl.

Framboðin hafa gert með sér málefna- og samstarfssamning sem undirritaður er af hálfu oddvita beggja framboðanna. Málefna- og samstarfssamningurinn tekur mið af stefnumálum beggja framboðanna í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 31. maí sl. Jafnræði verður varðandi formennsku og skiptingu í nefndir og ráð á milli B-lista og D-lista.

Bjarni Th. Bjarnason, oddviti B-listans, verður ráðinn sveitarstjóri. Gunnþór E. Gunnþórsson, oddviti D-listans, verður formaður byggðaráðs og forseti sveitarstjórnar verður Heiða Hilmarsdóttir af B-lista.

Nánari upplýsingar veita:
Bjarni Th. Bjarnason, GSM: 899 5841 og netfang: btb@byko.is
Gunnþór E. Gunnþórsson,GSM: 699 1303 og netfang: gunnthoreyfjord@gmail.com