Nýr hlaupahjóla- og hjólabrettavöllur á Dalvík.

Nýr hlaupahjóla- og hjólabrettavöllur á Dalvík.

Nýr hlaupahjóla- og hjólabrettavöllur á Dalvík. Í gær var formlega tekinn í notkun hlaupahjóla- og hjólabrettavöllur á Dalvík "Park". Völlurinn er staðsettur milli Víkurrastar og Dalvíkurskóla. Af tilefni af opnuninni kom hópur af hjólabretta og hlaupahjóla fólki saman og lék listir sínar í blíðunni í gær sunnudag, ásamt því að margir fengu að prófa í fyrsta sinn að stíga á hjólabretti.
Völlurinn er fyrsta flokks og með þeim flottari á landinu þó við segjum sjálf frá en það var Eiríkur Helgason sem hannaði og smíðaði völlinn en hann er eigandi af Braggaparkinu á Akureyri og einn fremsti hjólabrettamaður landsins.
Völlurinn er mikið notaður af krökkum í skólanum og eftir skóla og ljóst að vinsældir hans eru miklar. Alltaf ánægjulegt þegar framkvæmdir takast svona vel og skapa fleiri möguleika fyrir íbúa í sveitarfélaginu okkar.