Nýr fréttamiðill á Eyjafjarðarsvæðinu

Nýr fréttamiðill á Eyjafjarðarsvæðinu

Í dag, 5. ágúst, kl.:17:00 verður opnaður á netinu nýr fréttamiðill á vegum útgáfufélagsins Rima sem hefur slóðina www.dagur.net og mun logo fréttamiðilsins líta svona út.

Að sögn forsvarsmanna fréttamiðilsins var ákveðið, eftir að Rimar eignaðist lénið dagur.net að nota dagsnafnið á þessa netútgáfu, frekar en að nota slóðina rimar.is þar sem Eyfirðingar voru vanir að lesa fréttir af svæðinu í Degi hér á árum áður. Ekki er þó ætlunin að taka upp þráðin þar sem frá var horfið hjá því ágæta blaði en vonir standa til að auðvelt verðir fyrir íbúa svæðisins sem og fólk um land allt að muna eftir nafninu og átta sig á því að Dagur á netinu er dagur.net.

Þetta er þriðji miðillinn hjá Rimum, en um áramót hófst útgáfa á Bæjarpóstinum að nýju, auk Norðurslóðar. Útgáfan hefur verið með skrifstofu í Ráðhúsinu en er nú flutt á 3. hæði í Kaupfélagshúsinu við Hafnartorg.