Nýr blandaður kór tekinn til starfa

Nýr blandaður kór er tekinn til starfa í Davíkurbyggð. Æfingar eru hafnar og verða á miðvikudagskvöldum í Dalvíkurkirkju.

Að stofni til verður kórinn skipaður söngfólki úr sameinuðum Kór Dalvíkurkirkju og Samkór Svarfdæla en jafnframt leitum við út fyrir þær raðir eftir nýjum og ferskum röddum.

Nýi kórinn mun sjá um allan almennan messusöng á Dalvík og í Svarfaðardal en æfa samhliða blandað og metnaðarfullt tónleikaprógram.

Æfingar verða í Dalvíkurkirkju á miðvikudögum kl. 20:00.
Söngstjóri: Pál Barna Szabo.
Raddþjálfun: Mathias Spoerry

Allt áhugafólk um metnaðarfullan, blandaðan kórsöng velkomið.

Nánari upplýsingar veita:
Hjörleifur: s: 8618884
Þóra Rósa: s: 8624552