Nýjustu fréttir af Furðugæs

Nýjustu fréttir af Furðugæs

Furðugæsin sem greint var frá í gær er ekki kynblendingur heldur SNJÓGÆS eða raunar BLÁGÆS sem er litarafbrigði snjógæsar. Snjógæsin er há-amerískur fugl sem verpir norðarlega í Grænlandi, Kanada og Alaska og allt austur til Síberíu. Tvö litarafbrigði snjógæsar eru þekk; hvítt og „skjótt“. Þær tímgast sín á milli en ekki með öðrum tegundum svo vitað sé. Umrædd blágæs gerir sér hins vegar dælt við okkar íslensku grágæsir og þær virðast taka því með stillingu.

 
hvíta afbrigðið með svarta vængenda